Snæfellsnes hestaferð

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Snæfellsnes hestaferð

Kaupa Í körfu

Heimamenn á Snæfellsnesi voru í hestaferð og ráku hrossin sín meðfram þjóðveginum er ljósmyndari Morgunblaðsins var þar á ferð. Vöktuðu bílaleigubílar með forvitin erlend augu hvert spor jafnt hesta og manna. Mikil umferð hefur verið um Vesturland í sumar enda stuttar vegalengdir í margar heimsfrægar náttúruperlur. Það var því kannski kærkomið fyrir ferðamenn að sjá hinn margfræga íslenska hest í návígi, töltandi um slóða við þjóðveginn. Sitjandi slakir í bíl sínum og smella af með myndavélinni án þess að þurfa að hreyfa legg eða lið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar