Dýraskjól Guðbjargar

Dýraskjól Guðbjargar

Kaupa Í körfu

„Ég hef alltaf verið mikill dýravinur og mig hefur lengi dreymt um að koma að stofnun svona dýraathvarfs og svo ákvað ég bara að láta verða af því,“ segir Guðbjörg Ragnarsdóttir, sem vinnur nú að því að stofna dýraathvarf á höfuðborgarsvæðinu sem hún mun nefna Von. Hún á sjálf fjóra ketti og þar af tvo sem voru villuráfandi og hún bjargaði. En hana langar til að bjarga fleirum. „Það er svo mikið framboð af kisum og kettlingum en fáir sem geta tekið þá að sér, það er vont að horfa upp á það. Sérstaklega núna, það er einsog kettirnir eignist miklu frekar kettlinga á sumrin,“ segir Guðbjörg.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar