Börkur NK í nýjum litum

Thorgeir Bald

Börkur NK í nýjum litum

Kaupa Í körfu

Börkur NK, skip Síldarvinnslunnar, hefur síðustu daga verið í slipp á Akureyri og fengið þar mikla yfirhalningu. Skipið hefur nú verið málað í nýjum litum Síldarvinnslunnar sem þó mætti segja að séu gamlir, en þeim svipar til dökkblás litar fyrstu skipa Síldarvinnslunnar, að sögn Karls Jó- hanns Birgissonar, rekstrarstjóra útgerðar hjá Síldarvinnslunni. „Þetta eru nýir litir sem fyrirtækið ákvað að láta mála skipin í. Þeir nálgast meira þá liti sem skipin voru máluð í fyrst, í kringum 1965, þ.e.a.s. blái liturinn,“ en kjölurinn er rauður að lit og hvítar strípur liggja með- fram skipinu endilöngu. Merki Síldarvinnslunnar má svo sjá aftarlega á skrokknum báðum megin og í stefni bátsins. Börkur var áður rauð- ur, en þannig var hann keyptur frá Noregi árið 2014.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar