Reyniviðartré uppvið húsið á Litlu-Reykjum

Atli Vigfússon

Reyniviðartré uppvið húsið á Litlu-Reykjum

Kaupa Í körfu

90 ára gamalt reynitré á Litlu Reykjum í Reykjahverfi vekur athygli. „Það er okkur mikils virði að hafa tréð og það er hluti af öllu hér á jörðinni. Ég er búinn að taka töluvert af greinum sem voru hættar að laufgast, auk þess sem ég tók þær sem voru farnar að slást í þakið. „Hríslan,“ eins og við höfum alltaf kallað þetta gamla reyniviðartré, er fyrir löngu farin að vaxa utan í húsið, en einhvern tíma þegar við klæðum það að utan ætla ég ekkert að hrófla við hríslunni.“ Þetta segir Valþór Freyr Þráinsson, bóndi á Litlu-Reykjum í Reykjahverfi, en hjá húsi fjölskyldunnar stendur u.þ.b. 90 ára gamalt reyniviðartré sem hefur sett svip sinn á sveitina í áratugi. „Ég er ekki á því að hrófla við hríslunni og þegar hingað kom smiður að skoða aðstæður við húsið spurði hann hvort það ætti ekki að taka tréð áður en sett væri á það klæðning. Nei, ég var alls ekki á því og það verður að klæða húsið án þess að skaða hrísluna,“ segir Val- þór, en hann og kona hans, Signý Valdimarsdóttir, eru fjórða kynslóðin sem býr í húsinu og hríslan hefur alltaf skipt miklu máli. Hefur fylgt fjölskyldunni Langafi og langamma Valþórs, þau Árni Þorsteinsson og Laufey Sigtryggsdóttir, fluttu í Litlu-Reyki árið 1932. Þau komu úr Holtakoti og höfðu þá með sér hrísluna sem þau höfðu líklega eignast nokkrum árum áður. Þau héldu mikið upp á þetta litla tré sem var byrjað að vaxa og dafna við hús þeirra í Holtakoti. Hríslan var gróðursett við íbúðarhúsið á Litlu-Reykjum og hefur verið þar alla tíð síðan. Þetta tré hefur lifað kreppuárin, stríð- árin, hafísárin og mörg önnur ár og alltaf lifað.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar