Ólafur Sverrisson

Styrmir Kári

Ólafur Sverrisson

Kaupa Í körfu

Minkurinn, nýtt smáhjólhýsi, er hugmynd sem þeir Kolbeinn Björnsson og Ólafur Sverrisson fengu fyrir tveimur árum og stefna á að koma með á markað næsta sumar. Þeir félagar ætla að byrja á íslenskum markaði en eru með stórar hugmyndir fyrir litla hjólhýsið. Minkurinn vegur um 500 kíló, er hannaður af sænska hönnunarfyrirtækinu Jordi Hans Design og rúmar auðveldlega tvo fullorðna. Lítil koja er inni í hýsinu sem hægt er að nýta sem gistipláss eða hillu. Að aftan er svo kælibox, hillupláss og gaseldavél. Panorama-gluggi er í þakinu og farið er inn og út um stór kýraugu. Kynding er frá Webasto, þráðlaust net verður í vagninum, hljóðkerfi frá Bose og dýnurnar og rúmföt eru valin í samstarfi við Hastens í Svíþjóð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar