Canopy Hotel

Styrmir Kári

Canopy Hotel

Kaupa Í körfu

Hótelkeðjan Canopy opnaði sitt fyrsta hótel á Hljómalindarreitnum í miðbæ Reykjavíkur fyrir 3 vikum. Canopy er nýtt hótelvörumerki í eigu Hilton International-hótelkeðjunnar og munu Icelandair hótel sjá um rekstur hótelsins. Hótelið, sem er í flokki lúxushótela, er með 115 herbergjum. Samkvæmt hugmyndafræði Canopy er mikil áhersla lögð á þægilegt og afslappað umhverfi. Á fyrstu hæð er ásamt móttökunni kaffihús og setustofa með bókasafni. Báðum megin við háa bókahilluna eru ljóð eftir Þórarin Eldjárn römmuð inn á vegg, sérvalin af skáldinu. „Við vildum hafa sterka tengingu við kúltúr Reykjavíkur og það sem er að gerast hverju sinni,“ sagði Hildur Ómarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsdeildar Icelandair Hotels. Hún sagði jafnframt að áhersla hefði verið lögð á að gefa götulistaverkunum sem voru í Hjartagarðinum, þar sem hótelið var reist, nýtt líf. Pallettuverk listakonunnar Theresu Himmer eiga bæði sér stað á veggjum hótelsins. Veitingastaður hótelsins, Geiri Smart, birtir skýra mynd af þeirri tengingu sem Canopy-hótelið vill skapa við íslenska menningu. Veitingastaðurinn heitir eftir laginu „Sirkus Geira Smart“ eftir hljómsveitina Spilverk þjóðanna. Nafnið er bæði tilvísun í lagið sjálft, hljómsveitina og íslensku þjóðina, að mati Hildar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar