Þingsalur tilbúin fyrir forsetainnsetningu

Þingsalur tilbúin fyrir forsetainnsetningu

Kaupa Í körfu

Guðni Th. Jóhannesson verður settur í embætti forseta Íslands næstkomandi mánudag, 1. ágúst, á frídegi verslunarmanna. Athöfnin fer fram í Alþingishúsinu og verður með hefðbundnum hætti. Að þessu sinni verða þó gerðar minni kröfur um klæðaburð og orður og er það gert að ósk forsetaefnisins. Til athafnarinnar er boðið fjölda gesta, alþingismönnum embættismönnum, fulltrúum erlendra ríkja fulltrúum félagasamtaka og einstaklingum sem forsetaefni óskar eftir að séu á gestalista og taki þátt í athöfninni. Hingað til hefur verið gerð krafa um að karlar klæð- ist kjólfötum og konur síðkjólum. Að þessu sinni er ekki gerð krafa um að almennir boðsgestir séu í kjólfötum og síðkjólum og ekki er gerð krafa um að almennir boðsgestir beri heiðursmerki og orður. Hins vegar munu forsetaefnið, frá- farandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, og handhafar forsetavalds klæð- ast kjólfötum. Þá mun Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, klæðast síðkjól. Öll munu þau bera orður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar