Flughermir hjá Icelandair

Þórður Arnar Þórðarson

Flughermir hjá Icelandair

Kaupa Í körfu

Rekstur TRU Flight Training Iceland, sem rekið hefur flughermi að Flugvöllum í Hafnarfirði frá ársbyrjun í fyrra, hefur gengið mun betur en gert var ráð fyrir í upphafi. Vegna eftirspurnar eftir þjónustu þess kannar fyrirtækið nú möguleika á því að setja einnig upp flugherma til þjálfunar fyrir áhafnir Boeing 767 breiðþota og Boeing 737 Max þota en fyrir rekur fyrirtækið hermi fyrir Boeing 757 200 vélar. TRU Flight hóf að bjóða þjónustu sína í ársbyrjun í fyrra og er að meirihluta í eigu Icelandair. Fyrirtækið sem framleiðir hermana er einnig eigandi að því. Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri félagsins segir að ef ráðist verði í stækkun fyrirtækisins sé um mikla fjárfestingu er að ræða, enda kosti hver hermir ríflega 1,5 milljarða króna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar