KR - Þróttur

Styrmir Kári

KR - Þróttur

Kaupa Í körfu

Það er þungu fargi létt af KR eftir 2:1 sigur liðsins gegn Þrótti Reykjavík í 13. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. KR-ingar kvöddu fallbaráttuna í bili með sigrinum, en liðið er sjö stigum frá fallsæti og getur farið að líta á efri helming deildarinnar í framhaldinu. Staða Þróttar er aftur á móti orð- in svört eftir þetta tap, en liðið er sjö stigum frá ÍBV sem er í næsta sæti fyrir ofan fallsæti eftir þetta tap. Þróttur hóf leikinn af miklum krafti og Dion Acoff fór oft og tíðum ansi illa með Gunnar Þór Gunnarsson í upphafi leiksins. Dion skapaði mikinn usla í vörn KR-liðsins og það var einn af sprettum hans upp hægri vænginn sem skapaði mark Björgvins Stefánssonar fyrir Þrótt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar