Stjarnan - Víkingur R.

Styrmir Kári

Stjarnan - Víkingur R.

Kaupa Í körfu

Stjarnan heldur áfram að narta í hælana á FH sem trónir á toppi Pepsi-deildar karla í knattspyrnu, en Garðbæingar minnkuðu forskot FH-liðsins niður í tvö stig með 3:0 sigri sínum gegn Víkingi Reykjavík í 13. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Stjarnan hóf leikinn af miklum krafti og settu leikmenn Víkings undir stífa og árangursríka pressu. Leikmenn Stjörnunnar uppskáru laun erfiðisins þegar Hilmar Árni Halldórsson, sem var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins, batt endahnútinn á laglega sókn Stjörnuliðsins og skoraði með föstu og hnitmiðuðu skoti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar