Skóflustunga að nýju Amtbókasafni
Kaupa Í körfu
Stykkishólmi | Amtsbókasafnið í Stykkishólmi, sem var stofnað árið 1847, mun flytja í ný húsakynni á næsta ári. Í vikunni var tekin fyrsta skóflustunga að viðbyggingu við Grunnskólann í Stykkishólmi. Með nýbyggingunni mun Amtsbókasafnið tengjast starfsemi Grunnskólans og verður skólabókasafnið sameinað rekstri Amtsbókasafnsins. Nýja byggingin mun auka rými skólans sem mikil þörf er á. Bæjarstjórn tók ákvörðun um að sameina rekstur skólabókasafnsins og Amtsbókasafnsins í þeim tilgangi að auka hagræðingu og bæta aðstöðu. Var skipaður sérstakur vinnuhópur um verkefnið á síðasta ári sem hefur unnið að því að endurskipuleggja húsnæði Grunnskóla Stykkishólms, Tónlistarskóla Stykkishólms og bókasafnanna tveggja. Ákveðið var að byggja í tveimur áföngum við grunnskólann. Fyrsti áfangi er húsnæði sem er ætlað Amtsbókasafninu og grunnskólanum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir