Jökulsárlón

Helgi Bjarnason

Jökulsárlón

Kaupa Í körfu

Hæsta tilboðið sem borist hefur í jörðina Fell við Jökulsárlón hljóðar upp á 1,5 milljarða króna. Undir það ritar maður sem á örsmá- an hlut í jörðinni en er bróðir eigendanna sem kröfðust nauðungarsölu. Liðlega þrjátíu einstaklingar eiga jörðina Fell í óskiptri sameign. Hagsmunir þeirra rekast á og undanfarin ár hafa mál á milli þeirra og annarra verið fyrir dómstólum. Ekki hefur verið leyst úr öllum deilumálunum. Jökulsárlón er einn af vinsælustu viðkomustöðum ferðafólks og skapar aðstaðan við lónið tækifæri til tekjuöflunar. Aðallega eru þrír pólar í eigendahópnum. Eigendur um 60% eignarhluta jarðarinnar mynda sameigendafélagið Fell og rekstraraðili ferðaþjónustunnar Jökulsárlóns á um 25% eignarhlut. Þriðji póllinn eru systurnar Hulda og Kristín Jónasdætur sem eiga um 10% hlut. Þær sögðu sig úr sameigendafélaginu þegar þær eignuðust sinn hlut, fyrir um hálfu öðru ári, og hafa komið málunum á mikla hreyfingu. Þær kröfðust nauðungarsölu á jörðinni til slita á sameign, eftir að jörðin hafði verið metin óskiptanleg. Sýslumaðurinn á Suðurlandi fól lögmönnum að óska eftir tilboðum, í stað nauðungaruppboðs, og er það mál enn í farvegi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar