KR - Valur fótbolti kvenna

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

KR - Valur fótbolti kvenna

Kaupa Í körfu

Valur sótti KR heim í Frostaskjól þegar liðin mættust í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna í gærkvöldi. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust Valsstelpur á bragðið snemma seinni hálfleiks og þá varð ekki aftur snúið. Úrslitin urðu öruggur 4:0 sigur Valsara. Leikurinn hófst með miklum sóknarþunga að marki KR-inga. Valsarar léku á als oddi og hefðu auðveldlega getað sett eitt eða tvö í fyrri hálfleik en alltaf var ramminn eða markvörðurinn í veginum. Ingibjörg Valgeirsdóttir var stórgóð milli stanga KR í fyrri hálfleik.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar