Ólafur Maríusson 94 ára blómaunnandi

Ólafur Maríusson 94 ára blómaunnandi

Kaupa Í körfu

Í Hraunvangi í Hafnarfirði hefur Ólafur Maríusson, fyrrverandi kaupmaður, komið sér upp lítilli gróðurvin sem vakið hefur athygli þeirra sem þar eiga leið hjá. Í samtali við Morgunblaðið kemur í ljós að Ólafur, sem verður brátt 95 ára, er enginn nýgræðingur í garð- yrkju. Fyrir aldarfjórðungi horfði þó öðruvísi við. „Ég hætti að vinna áður en ég varð sjötugur, en við góða heilsu þó, og mér fannst ég eiga ansi mikið eftir,“ segir Ólafur. „Þá keyptum við okkur einbýlishús í Hafnarfirði og mér fannst ég hafa það góðan tíma að mig langaði að gera eitthvað af viti. Þótti mér þá uppálagt að gera garðinn fallegan, þó ég hefði aldrei verið neinn garðyrkjumaður.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar