Haukar - Þór fótbolti karla

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Haukar - Þór fótbolti karla

Kaupa Í körfu

Fimmtándu umferð Inkasso-deildar karla í knattspyrnu lauk í gær með fimm leikjum. Óhætt er að segja að sóknarleikurinn hafi verið í aðalhlutverki og boðið var upp á margar bráðskemmtilegar viðureignir. Flestra augu beindust að Suð- urnesjaslag Grindavíkur og Keflavíkur en bæði þessi lið eru í toppbar- áttu í deildinni. Svo fór að heimamenn í Grindavík sigruðu 1:0 og með sigrinum slitu þeir sig aðeins lengra frá Keflvíkingum og um leið halda þeir góðri pressu á toppliði KA. banarnir“ í Haukum á móti Þór frá Akureyri. Haukar eru eina liðið sem hefur unnið KA í deildinni í sumar og þeir bættu Þór á norðlenskan matseðilinn í gær. Eftir aðeins 22 mínútur var staðan orðin 3:0, Haukum í vil. Þórsarar gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í 3:2 en lengra komust gestirnir ekki. Þessi sigur var sá þriðji í röð hjá Haukum sem sigla nú lygnan sjó um miðja deild. Þórsarar hafa hins vegar tapað sex af síðustu sjö leikjum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar