Fyrsta fasteign kynnt í Hörpu

Þórður Arnar Þórðarson

Fyrsta fasteign kynnt í Hörpu

Kaupa Í körfu

Ríkisstjórnin hyggst auðvelda ungu fólki að kaupa fasteign Talið að um 14 þúsund manns muni nýta sér úrræðið næstu árin Greiðslur af séreignarsparnaði inn á íbúðalán gætu orðið 50 milljarðar. „Segja má að þetta sé rökrétt framhald af leiðréttingunni sem kynnt var á haustdögum 2013. Með því er stigið fyrsta alvarlega skrefið til að draga úr vægi verðtryggingar frá því að henni var komið á 1979,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra, við upphaf kynningar þeirra Bjarna Benedikssonar fjármálaráðherra í Hörpu í gær á nýjum úrræðum fyrir unga fasteignakaupendur. Aðgerðirnar eru kallaðar Fyrsta fasteign og byggjast á frumvarpi sem ríkisstjórnin samþykkti í gær og verður lagt fram á Alþingi í vikunni. Því er ætlað að auðvelda fasteignakaup fyrir nýja kaupendur á markaði og draga úr afborgunum, auk þess sem hvatt er til hússnæðissparnaðar. Einnig fela aðgerðirnar í sér stuðning við þá sem vilja taka óverðtryggð lán, þar sem samspil greiðslna inn á höfuðstól og afborganir gera greiðslubyrði á fyrstu árum sambærilega við löng verðtryggð lán. Verði frumvarpið samþykkt á Alþingi er gert ráð fyrir að úrræðin taki gildi 1. júlí á næsta ári.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar