Stjarnan - KR fótbolti karla

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Stjarnan - KR fótbolti karla

Kaupa Í körfu

Stjarnan tapaði í gærkvöld mikilvægum stigum í titilbaráttunni þegar liðið tók á móti KR-ingum á gervigrasinu í Garðabæ. KR-ingar unnu FH í síðustu umferð og mættu fullir sjálfstrausts inn í þennan leik og voru þéttir fyrir frá fyrstu mínútu. Leikmenn beggja liða létu finna vel fyrir sér en Stjarnan byrjaði ögn betur. Hilmar Árni fékk eitt besta færi leiksins á 17. mínútu þegar hann komst einn í gegn en Stefán Logi, sem átti frá- bæran leik í marki KR, varði meistaralega. Eftir það varð aðeins meira jafnræði með liðunum og hálffæri sköpuðust á báða bóga. Finnur Orri Margeirsson skoraði þá sitt fyrsta mark í efstu deild í knattspyrnu og það í sínum leik númer 154! Skot hans fyrir utan teig fór í allavega einn varnarmann og inn. Finnur Orri lýsti markinu eftir leik sem sannkölluðu Lampard-marki og útilokaði ekki fleiri slík seinna í sumar. Stjarnan setti þá pressu á KR-inga en varnarlína útiliðsins var sterk og Stjörnumenn vantaði herslumuninn fram á við.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar