Skólamyndir - Vatnsendaskóli - Jakob Már Skólamyndir - Vatnsendaskóli

Skólamyndir - Vatnsendaskóli - Jakob Már Skólamyndir - Vatnsendaskóli

Kaupa Í körfu

Skólamyndir - Fyrsti skóladagurinn Skólamyndir - Fyrsti skóladagurinn. „Bara gaman,“ segir Jakob Már Kjartansson snöggur til svars, spurður út í fyrsta skóladaginn. Hann er nýbyrjaður í 1. bekk í Vatnsendaskóla og líkar vel. Hann segist ekkert vera feiminn í skólanum því hann þekkir kennarann sinn mjög vel því hann hefur hitt hann tvisvar áður. Hann þekkir líka marga sem eru með honum í bekk en flestir vinir hans úr leikskóla eru með honum í bekk. Jakob Már er svo heppinn að fá að sitja við hliðina á besta vini sínum. Hann taldi upp nöfnin á nánast öllum skólasystkinum sínum þegar hann var spurður út í bekkjarfélagana sem hann segir að séu allir góðir vinir sínir. „Ég er líka búinn að kynnast nýjum strák. Hann heitir Birkir en hann er ekki með mér í bekk,“ segir Jakob Már, sem gleymir ekki að nefna nýja vin sinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar