Jóhannes Haukur leikari
Kaupa Í körfu
Þetta hefur verið algjört ævintýri í rauninni – algjör kúvending á lífinu og bara gerðist allt í einu,“ segir Jó- hannes Haukur Jóhannesson leikari, en hann hefur verið á faraldsfæti um heiminn undanfarin tvö ár þar sem hann hefur tekið að sér fjölbreytt hlutverk í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum á erlendri grundu. „Ég fór frá því að vera daglega niðri í Þjóðleikhúsi og heima hjá mér yfir í að vera í Marokkó, Búdapest eða Vancouver að gera eitthvað allt annað,“ bætir hann við, en ævintýrið hófst 2014 þegar hann landaði hlutverki í þáttunum AD Kingdom and Empire á sjónvarpsstöðinni NBC. Upp frá því hefur hann leikið hlutverk í tveimur þáttum sjónvarps- þáttaseríunnar Game of Thrones ásamt hlutverkum í kvikmyndinni The Coldest City og The Solutrean en þær hafa ekki enn verið sýndar í kvikmyndahúsum hér á landi. „Núna er ég svo í þáttunum The Last Kingdom – þetta er voðalega fínt og maður fær góð hlé á milli,“ segir hann, en frítímann nýtir hann á Íslandi þar sem hann býr með fjölskyldu sinni.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir