Skylmingar

Ófeigur Lýðsson

Skylmingar

Kaupa Í körfu

Andri varð Íslandsmeistari 16 ára gamall Hyggst flytja til Ungverjalands og ætlar til Tókýó 2020 Aldís Edda náði markmiðinu gegn góðri vinkonu sinni. „Mér líður frábærlega og þetta gefur mér sjálfstraust til að ná meiri árangri í fullorðinsmótum,“ sagði hinn 16 ára gamli Andri Mateev, sem í gær varð Íslandsmeistari í skylmingum í opnum flokki. Það er nokkurt afrek að vinna fullorð- insflokk svo ungur, en Andri er afar efnilegur skylmingakappi og varð til að mynda Norðurlandameistari í tveimur aldursflokkum; U17 og U20 ára, fyrr í vetur. Andri keppir fyrir Skylmingafélag Reykjavíkur, og hann æfir undir leiðsögn pabba síns, Nikolay Mateev, sem er fyrrverandi atvinnumaður. Nikolay keppti m.a. í skylmingum á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 fyrr Búlgaríu. Andri mætti Guðjóni Brynjarssyni úr FH í úrslitaleik í gær og vann 15:9, eftir 15:3-sigur á Róberti Elís Villalobos í undanúrslitum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar