Varðberg með fund í Norræna húsinu
Kaupa Í körfu
Formaður hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins hélt í gær erindi á vegum Varðbergs Styrkur NATO felst ekki einungis í herafla bandalagsins heldur tengslum milli bandamanna og vina, sagði hann. Rétt eins og engin ein þjóð hefði getað tryggt frið í Evrópu á tímum kalda stríðsins getur engin ein þjóð komið í veg fyrir hryðjuverk eða tryggt stöðugleika innan þeirra ríkja sem þurfa á slíku að halda. Ég trúi því að framtíð Atlantshafsbandalagsins (NATO) muni byggja á breiðri samvinnu,“ sagði Petr Pavel, hershöfðingi og formaður hermálanefndar NATO, í ávarpi sem hann flutti á hádegisfundi Varðbergs sem fram fór í Norræna húsinu í gær. Pavel hershöfðingi hóf feril sinn innan tékkneska hersins árið 1983. Hefur hann m.a. verið yfirmaður herafla Tékklands, gegndi þeirri stöðu frá júlí 2012 til maí 2015. Hann tók við núverandi stöðu innan NATO í júní 2015 og er það í fyrsta skipti sem einstaklingur frá fyrrverandi austantjaldsríki skipar stöðu formanns hermálanefndar bandalagsins.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir