Túristaflug með þyrlu Norðurflugs

Túristaflug með þyrlu Norðurflugs

Kaupa Í körfu

Útsýnisflug með þyrlum nýtur vaxandi vinsælda meðal erlendra ferðamanna sem koma til landsins. Í flota Norðurflugs eru alls fjórar þyrlur sem gerðar eru út í lengri sem skemmri ferðir, til dæmis suður á Reykjanes. Í leiðangri þangað um helgina tyllti flugmaðurinn sér niður á einn fjallstoppinn og þar sté fólk út til þess að taka myndir, einmitt í þann mund sem síðdegissólin sendi geisla sína yfir Kleifarvatnið. „Útsýnið úr þyrlunum er einstakt og farþegarnir, sem skipta þúsundum á hverju ári, eru himinlifandi,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs. Alls er fyrirtækið með tíu skipulagðar ferðir á áætlun sinni, svo sem austur á Þingvelli, inn á hálendið og vestur á Snæfellsnes.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar