Bílastæði bakatil við Laugaveg 77
Kaupa Í körfu
Framkvæmdir eru hafnar á svokölluðum Landsbankareit, milli Laugavegar 77 og Hverfisgötu í Reykjavík. Verið er að fjarlægja malbik og við það hverfa nærri 100 bílastæði sem hafa verið mikið notuð. Húsið Laugavegur 77 var í eigu Landsbankans, sem var með útibú á jarðhæðinni. Áformuð er mikil uppbygging á svæðinu. Á lóðinni Hverfisgata 92-96, norðan við Laugaveg 77, verður samkvæmt gildandi deiliskipulagi heimilt að byggja tvö fjölbýlishús, fimm hæðir, auk bílakjallara fyrir 45 bíla. Gert er ráð fyrir verslunum og veitingahúsum á jarðhæð. Stærð aðalrýmis verður 7.178,2 fermetrar. Þakhæð byggingarinnar verður rúmir 30 metrar. Í skilmálum segir að ekki sé heimilt að vera með gististarfsemi né skammtímaútleigu á lóðinni. Fyrirtækið SA Byggingar ehf. er skráð fyrir framkvæmdinni. Á lóðinni Laugavegur 73 á að rísa minni bygging, fimm hæða, þar sem þakhæð verður 33 metrar. sisi@mbl.is
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir