Reykjavík Bridge ferstival á Hótel Natura

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Reykjavík Bridge ferstival á Hótel Natura

Kaupa Í körfu

Bridgehátíð Reykjavíkur 2017 fer vel af stað, en yfir 400 spilarar taka þátt á mótinu á Icelandair Hotel Natura um helgina. Sveitakeppnin hefst í dag, en Norðmennirnir Erik Sælensminde og Rune Hauge sigruðu í tvímenningi í gær. Bjarni Benediktsson setti hátíðina í fyrradag og meldaði fyrstu sögnina eitt hjarta fyrir Þorstein Bergsson. Jafet Ólafsson, formaður Bridgesambandsins, segir þátttökuna í ár vera svipaða og fyrri ár, en um 90 sveitir taka þátt í sveitakeppninni. Um fjórðungur þátttakenda er erlendur og segir Jafet margt hafa breyst frá því að mótið var haldið í fyrsta sinn í janúar á Hótel Loftleiðum fyrir 35 árum. „Hótelið var hálftómt á þeim tíma,“ segir Jafet, en skipuleggjendur voru í vandræðum með að koma spilurum fyrir í gistingu í ár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar