No Name og Professionail

Jim Smart

No Name og Professionail

Kaupa Í körfu

Opið hús hjá No Name og Professionails Á SUNNUDAGINN stóðu dyrnar galopnar fyrir gesti og gangandi í nýju húsnæði No Name og Professionails að Bolholti 6. Þetta er orðinn árlegur siður hjá snyrtifyrirtækjunum og er tilgangurinn að kynna starfsemina og skólana sem bæði No Name og Professionails reka - förðunarskóla annars vegar og naglaskóla hinsvegar. Á sunnudaginn var samhliða opna húsinu útskrift nemenda í tísku- og ljósmyndaförðun og notuðu þeir tækifærið til þess að sýna hvað þeir höfðu lært með því að farða gesti og gefa þeim góð ráð um það hvernig best væri að snyrta sig. MYNDATEXTI: Nýútskrifaður nemandi úr förðunarskóla No Name, Maríanna Pálsdóttir, að farða módel.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar