Bílasýning

Bílasýning

Kaupa Í körfu

Cadillac Imaj er hugmyndabíll sem sýnir framtíðarstefnu Cadillac í hönnun lúxusbíla. Bíllinn er með fullkomið upplýsingakerfi ásamt tölvukerfi með leikjum og afþreyingu fyrir farþega í aftursæti, alls kyns skrifstofutækjum, eins og faxtæki, tölvupóstkerfi o.fl. Imaj er með svokallaða nætursýn sem nemur hitageislun frá fyrirstöðum á vegi í myrkri og varpar upp mynd á framrúðuna. Bíllinn er á dekkjum sem hægt er að aka á þótt springi á þeim. Vélin er Northstar V8, 425 hestöfl og bíllinn er fjórhjóladrifinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar