Ferming í Grafarvogskirkju

Kristinn Magnúsosn

Ferming í Grafarvogskirkju

Kaupa Í körfu

Fyrstu fermingarnar á höfuðborg­ar­svæðinu hóf­ust um helg­ina. Í dag voru fermd alls 60 ferm­ing­ar­börn í Grafar­vogs­kirkju í tveim­ur at­höfn­um en að sögn Guðrún­ar Karls Helgu­dótt­ur, sókn­ar­prests í Grafar­vogs­kirkju, munu tæp­lega 200 börn ferm­ast í kirkj­unni í ár í alls tíu at­höfn­um. „Það er vor­boðinn þegar þær byrja,“ seg­ir Guðrún í sam­tali við mbl.is. Brugðið var þó ör­lítið út af van­an­um í ár og ákváðu prest­ar sókn­ar­inn­ar að taka lagið fyr­ir ferm­ing­ar­börn­in og féll það vel í kramið að sögn Guðrún­ar. „Við sung­um Leon­ard Cohen, Hallelujah, við texta sem ég samdi við þetta lag til ferm­ing­ar­barn­anna,“ seg­ir Guðrún. Fjór­ir prest­ar við kirkj­una fermdu börn­in, tveir við fyrri at­höfn­ina í morg­un og aðrir tveir við at­höfn­ina eft­ir há­degi og sungu þeir all­ir. „Fólk tók vel und­ir og það var mjög skemmti­legt,“ seg­ir Guðrún og hlær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar