SafeTravel

Skapti Hallgrímsson

SafeTravel

Kaupa Í körfu

Ólöf Ýrr Atladóttir hringir fyrsta myndsímtalið úr Hofi til miðstöðvar SafeTravel í Reykjavík. Gísli Vigfús Sigurðsson frá Landsbjörgu er Ólöfu til fulltingis - - - Beint myndsímasamband er komið á milli upplýsingamiðstöðvar ferðamála í menningarhúsinu Hofi á Akureyri og SafeTravel verkefnisins sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur umsjón með í Reykjavík. Með þessu er ætlunin að auðvelda ferðafólki á Akureyri að nálgast margvíslegar og mikilvægar upplýsingar er lúta að öryggismálum ferðamanna, færð og ástandi vega, veðurhorfum og ýmiskonar almennar upplýsingar um ferðamannastaði. Þessi tækni hefur ekki verið notuð áður hérlendis við upplýsingagjöf til ferðamanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar