Hálendið bráðnar-ný

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hálendið bráðnar-ný

Kaupa Í körfu

Fjöldi hitameta hefur fallið í hitabylgjunni Mikil hlýindi hafa verið á landinu undanfarna daga og víða hefur hitinn mælst yfir 20 gráð- ur. Snjórinn á láglendi hefur horfið eins og dögg fyrir sólu og víða hafa verið leysingar í byggð. Horfur eru á kólnandi veðri. Á hálendi Íslands hefur einnig verið hlýtt í veðri og sólríkt undanfarna daga og væntanlega hefur verið þar öflug sólbráð. Kunnugir telja að fremur snjólétt hafi verið á há- lendinu á þessum vetri en nú eru einmitt jöklamælingamenn staddir á Hofsjökli við árlegar mælingar. Það var fögur sjón sem blasti við Ragnari Axelssyni þegar hann flaug yfir landið fyrir helgi. Á myndinni hér að ofan er horft til suð- suðausturs. Fremst er sporður Langjökuls og vatnið til hægri er Hagavatn. Efst til hægri má sjá Sandfell og Bjarnarfell og efst til vinstri á myndinni er Sandvatn. Fjöldi hitameta hefur fallið í hitabylgjunni nú á einstaka stöðvum, þar á meðal nokkur maímánaðarmet, að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings. Það telst óvenjulegt því flest maímet eru frá síðasta þriðjungi mánaðar

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar