Fuglamerkingar

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Fuglamerkingar

Kaupa Í körfu

Merkingar og mælingar eru tilgangur rannsókna á margæsum sem vísindamenn unnu að suður á Álftanesi í gær. Í margæsastofninum eru rúmlega 30 þúsund fuglar, sem hafa jafnan við- komu á Íslandi á leið sinni yfir Atlantshafið frá vetrarstöðvum á Írlandi til varps á heimskautasvæðum í Kanada. Um fimmtungurinn af margæsunum sem fer í gegn á Íslandi staldrar við í ná- grenni höfuðborgarinnar en aðrir fuglar á sömu leið eru ekki langt undan. „Við tökum margæsirnar í þar til gert net og athugum þær. Þetta er þýðingarmikið vísindastarf,“ segir dr. Freydís Vigfúsdóttir líffræðingur, sem stýrir þessu verkefni, sem er samstarf milli háskóla og vísindastofnana á Íslandi og í Bretlandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar