Akstursbann fólksflutningabíla í miðbæ Reykjavíkur

Kristinn Magnúsosn

Akstursbann fólksflutningabíla í miðbæ Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

Rútubannið hefur ekki farið framhjá Eysteini Ara Bragasyni, en hann var á göngu í nágrenni Hallgrímskirkju með barnavagn er blaðamann bar að garði. Eysteinn sagðist oft eiga leið um miðbæ- inn á göngu og sagðist mjög hlynntur því að takmarka umferð hópbifreiða. „Þetta er bara mjög sniðugt.“ Að- spurður sagði hann rúturnar ekki hafa valdið sér miklum óþægindum enda byggi hann ekki í nágrenni gistiheimila en sagðist skilja sjónarmið íbúa sem þyrftu að hlusta á rúturnar á nóttunni. Eysteinn sagðist ekki hafa sérstakar áhyggjur af að ferðamenn kæmust ekki á áfangastað. „Ég held að þeir finni sér bara nýjar leiðir, t.d. með leigubílum.“ Akstursbann fólksflutningabíla í miðbæ Reykjavíkur Stigið frá borði Ferðamenn þurfa nú að koma sér sjálfir frá stoppistöðvum að gistiheimilum Rútubann er nú í miðbænum Íbúar ánægðir Ferðamenn kippa sér ekki mikið upp við bannið Rútubílstjórar segjast ósáttir við ákvörðunina

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar