Hefur séð Mamma Mia 42 sinnum

Kristinn Magnúsosn

Hefur séð Mamma Mia 42 sinnum

Kaupa Í körfu

Þeir finn­ast varla dygg­ari aðdá­end­ur söng­leiks­ins Mamma Mia en hann Óskar Al­berts­son. Hann sá sýn­ing­una í Borg­ar­leik­hús­inu í 42. sinn í gær­kvöldi. Hon­um þykir alltaf jafn­gam­an að hverri ein­ustu sýn­ingu og seg­ir hana vera „al­gjöra gleðisprengju“. Að sýn­ing­unni lok­inni hitti hann alla leik­ara sýn­ing­ar­inn­ar og var að von­um hæst­ánægður. Að sögn Óskars eru marg­ir þeirra farn­ir að þekkja hann. „Það er bara allt í sýn­ing­unni, tón­list­in, um­gjörðin, leik­ar­arn­ir og sviðsmynd­in,“ seg­ir Óskar aðspurður hvað það er sem heilli við söng­leik­inn víðfræga. Hann vill ekki gera upp á milli leik­ara eða ein­stakra atriða í sýn­ing­unni því þeir standa sig all­ir með tölu óaðfinn­an­lega.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar