Bjarni Benediktsson

Bjarni Benediktsson

Kaupa Í körfu

Bjarni Benediktsson, forsætisráð- herra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé lykilatriði að hér séu stjórnvöld sem skapi hvetjandi umhverfi fyrir fólkið í landinu, sköpunarkraft þess og frumkvæði. „Einfalda svarið er að mér finnst stjórnmálin skipta máli,“ segir Bjarni aðspurður hvers vegna hann hafi ákveðið að fara út í stjórnmálin á sínum tíma. „Ég hafði séð árangurinn af þeirri stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn fylgdi í stjórnartíð Davíðs Oddssonar og hafði séð hversu miklar framfarir höfðu orðið í þjóðfélaginu.“ Það hafi því verið mikill heiður fyrir sig þegar hann hafi verið spurður fyrir þingkosningarnar 2003 hvort hann vildi taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. „Sú ákvörðun að gefa kost á mér þá hefur haft miklu meiri áhrif á líf mitt en ég gerði mér grein fyrir,“ segir Bjarni. Þá var Bjarni 32 ára gamall en hefur síðan lifað tímana tvenna í stjórnmálabaráttunni, verið í bæði stjórn og stjórnarandstöðu og nú síðast gegnt embætti forsætisráðherra, einungis 47 ára gamall.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar