Hlemmur

Þorkell Þorkelsson

Hlemmur

Kaupa Í körfu

BAKARÍIÐ, sem lengi var rekið á skiptistöð strætisvagna á Hlemmtorgi, er hætt starfsemi og um þessar mundir er verið að fjarlægja þá umgjörð sem starfsemi þess hafði verið búin. Að sögn Lilju Ólafsdóttur, forstjóra Strætisvagna Reykjavíkur, verður plássið sem þannig skapast nýtt fyrir farþega sem bíða strætisvagnanna innandyra. "Fólkið sem bíður þarna mun hafa meiri yfirsýn og meira rými. Það opnast betra útsýni til vagnanna og umhverfið verður huggulegra," sagði Lilja.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar