Heimshornaflakk með Heimsklúbbi Ingólfs
Kaupa Í körfu
Sambasveifla í Rio de Janeiro TÆPLEGA fimm hundruð Íslendingar fóru á heimshornaflakk með Heimsklúbbi Ingólfs og ferðaskrifstofunni Prímu fyrir skömmu. Í heila viku sleiktu þeir sólina og nutu lífsins lystisemda í gleðiborginni Rio de Janeiro í Brasilíu. Margar helstu náttúruperlur og ferðamannastaðir borgarinnar voru skoðuð, en síðasta skipulagða ferðin var á tilkomumikla sýningu í Platforma-sýningarhöllinni í Ríó, hvar léttklæddar meyjar og menn dilluðu sér fáklædd um sviðið undir sambatónlist. MYNDATEXTI: Íslendingar eru alltaf fyrirferðarmiklir og flottir hvar sem þeir koma, a.m.k. miðað við höfðatölu. Hér kyrjar fríður hópur Íslendinga "Á Sprengisandi" á sviði í Rio de Janeiro í síðustu viku. Á myndinni má m.a. sjá Viðar Þorsteinsson, sem heldur á hljóðnemanum, og Jóhann Þorvaldsson frá Vestmannaeyjum en hann skeiðaði um sviðið til að láta hópinn halda dampinum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir