Reykjalundur

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Reykjalundur

Kaupa Í körfu

Aðeins er hægt að sinna rúmlega helmingi beiðna sem berast frá læknum víðs vegar að af landinu um endurhæfingu skjólstæðinga þeirra á Reykjalundi, að sögn forstjórans þar, Birgis Gunnarssonar. Tæplega 1.100 manns koma á ári hverju í meðferð á Reykjalundi og árangurinn af starfinu þykir góður. Heildstæð nálgun á vanda hvers sjúklings, það er að endurhæfingin sé bæði líkamleg og andleg, er áhersluþáttur í meðferðinni á Reykjalundi. Á hinn bóginn er mikilvægt að endurskoða þann samning við Sjúkratryggingar Íslands sem stofnunin starfar eftir, svo þróa megi starfsemina betur áfram.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar