Ragnheiður

Haraldur Jónasson / Hari

Ragnheiður

Kaupa Í körfu

Ragnheiður Arngrímsdóttir Ljósmyndari Gefðu þér tíma til að upplifa og taka eftir er þema ljósmyndaviðburðar Ragnheið- ar Arngrímsdóttur listljósmyndara sem opnuð verður kl. 15 sunnudaginn 26. nóvember í Klíníkinni, Ármúla 9. Hún kýs fremur að tala um viðburð eða upplifun en sýningu, enda verði stemningin með allt öðrum brag en á þeim fjórum einkasýningum sem hún hefur haldið í áranna rás. „Hægt er að taka ljósmyndir á marga vegu og í mismunandi tilgangi. Erlendis tíðkast meira en hér á landi að fólk kaupi ljósmyndir sem listaverk á vegg. Viðhorfin hafa þó breyst og Íslendingar eru í vaxandi mæli að opna augun fyrir að ljósmyndin getur verið listaverk. Í gegnum tíðina hef ég yfirleitt selt mörg eintök af myndunum mínum en núna ætla ég að taka fyrsta skrefið í þá átt að bjóða þær eins og listaverk og geri því aðeins örfá eintök af hverri,“ segir Ragnheiður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar