Hálfdan Henrýsson

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hálfdan Henrýsson

Kaupa Í körfu

Stjórnarformaður Sjómannadagsráðs „Okkur hefur tekist að ná hagkvæmni í rekstri hjúkrunarheimilanna sem við höfum tekið að okkur. Sum þeirra voru áður rekin með miklum halla,“ sagði Hálfdan Henrysson, stjórnarformaður Sjómannadagsráðs. Það rekur m.a. Hrafnistuheimilin. „Við njótum hagkvæmni stærðarinnar. Innkaup eru sameiginleg og eins yfirstjórnin. Við erum með einn forstjóra, forstöðumann fyrir hverju heimili og frábært starfsfólk sem er algjörlega í sérflokki.“ Hálfdan tók við formennsku Sjó- mannadagsráðs af Guðmundi Hallvarðssyni 11. maí í vor. Þá hafði Hálfdan setið í stjórninni frá haustinu 1993 og einnig ritstýrt Sjó- mannadagsblaðinu um tíma. Þess má geta að faðir Hálfdans, Henry Hálfdansson, var fyrsti formaður Sjómannadagsráðs og gegndi emb- ættinu frá 1937 til 1961. Hann hafði m.a. forgöngu um stofnun sjómannadagsins sem nú er lögskipaður frídagur sjómanna. Sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur 1938 við mjög góðar undirtektir. Í framhaldinu fór Sjómannadagsráð að huga að högum aldraðra sjó- manna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar