Öræfajökull
Kaupa Í körfu
Vikur og vatnagangur Öræfajökull, Esjufjöll og Snæfell mynda samhangandi gosbelti, sem enn er illa þekkt, austan við Austurgosbeltið, segir á heimasíðu Veðurstofunnar. Það sama má segja um jarðfræði og gossögu Öræfajökuls enda eru bæði gosbeltið og megineldstöðin að mestu hulin jökli. Öræfajökull er dæmigerð eldkeila (stratovolcano) en slíkar eldstöðvar byggjast upp þegar gos koma endurtekið upp um sömu gosrás. Hæsti tindur landsins, Hvannadalshnjúkur, er hluti af öskjubarmi megineldstöðvarinnar en heildarflatarmál öskjunnar er um 12 ferkílómetrar. Ef Öræfajökull gýs aftur má reikna með miklum vatnagangi og gjóskuframleiðslu, eins og í eldgosunum 1362 og 1727, segir á Vísindavef Háskóla Íslands. Í annarri grein á vefnum segir svo: „Gosið 1362 var eitt mesta gos Íslandssögunnar og líklega hið afdrifaríkasta sakir eyðileggingar. Gosið kom upp hátt í hlíð- um fjallsins, líklega að verulegu leyti í öskju eða stórgíg í tindi fjallsins eða börmum hans.“
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir