Kristján Kárason með Góu og Hátíð.
Kaupa Í körfu
Það er ekki vanalegt að merar kasti í febrúar, en það gerðist í nýja hesthúsahverfinu á Húsavík um síðustu helgi. Þá eignaðist merin, Hátíð frá Hrafnagili, lítið folald sem hefur vakið mikla lukku og sem prýðir mikið nýja hesthúsið hjá Einari Víði Einarssyni sem er eigandi Hátíðar. Hann átti á engu von þegar hann keypti hana 20.mars á sl. ári og ætlaði með hana á landsmótið á komandi sumri. Í vetur kom í ljós að hún var ekki einsömul og frekar þung á sér. Litla folaldið sem er meri hefur fengið nafnið Góa, en hún fæddist á konudaginn. Einar Víðir segir að Hátíð fari ekki á landsmótið í sumar þar sem hún verður að hugsa um Góu og hún mun hafa það rólegt í staðinn fyrir að keppa. Kristján Kárason á Húsavík sem á hesta hjá Einari Víði var staddur í hesthúsinu (í dag föstudag) þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði og vel fór á með honum og mæðgunum. Þetta hefur orðið til þess að heimsóknir í hesthúsið hafa aukist enda litla folaldið, hún Góa, mikið augnayndi.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir