Efling Stéttarfélag - Kosning

Efling Stéttarfélag - Kosning

Kaupa Í körfu

Enginn starfsmaður kjörstjórnar Eflingar kannast við atvik þar sem starfsmanni kjörstjórnar á skrifstofu stéttarfélagsins er gefið að sök að hafa hvatt kjósanda til þess að kjósa A-lista frekar en B-lista í stjórnarkjöri félagsins. Gísli Tryggvason, lögfræðilegur ráðgjafi B-listans, sendi Magnúsi Norðdahl, formanni kjörstjórnar, bréf vegna málsins í gær þar sem tveir félagsmenn lýstu atvikinu, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort kæra verði lögð fram. Sagðist Gísli í gær vonast til þess að kjörstjórn hæfi frumkvæðisathugun á málinu. Frambjóðenda að kæra Magnús sagði í samtali við mbl.is í gær að það væri frambjóð- enda að kæra ef þeir teldu misbrest vera á framkvæmd kosninganna. Í yfirlýsingu hans vegna málsins sagði svo að hann hefði rætt við starfsfólk kjörstjórnarinnar en enginn hefði kannast við atvikið eða þá háttsemi sem ýjað hefði verið að. Spenna er í Eflingu vegna stjórnarkjörsins, en Þráinn Hallgrímsson, skrifstofustjóri Eflingar, sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Sólveigar Önnu Jónsdóttur, leiðtoga B-listans, í Silfrinu á RÚV á sunnudag. Þar líkti hún tengslum sínum við Sósíalistaflokk Íslands við tengsl Þráins við Samfylkinguna, en þar hefur hann vermt sæti á framboðslistum. Þráinn sagði að ólíku væri saman að jafna m.a. því hann hefði verið aftarlega á lista Samfylkingarinnar. Sólveig Anna hefði hins vegar „svarað kalli“ Sósíalistaflokksins þegar auglýst var eftir fólki í Eflingu til að fella stjórn félagsins. Kjósendur hefðu lokaorðið um hvort stjórnmálaafskiptin væru sambærileg

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar