Barnabókmenntaverðlaun Reykjavíkurborgar 2018

Kristinn Magnúsosn

Barnabókmenntaverðlaun Reykjavíkurborgar 2018

Kaupa Í körfu

Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut um helgina Sögusteininn, heiðursverðlaun IBBY á Íslandi, fyrir æviframlag sitt í þágu barnamenningar á Íslandi. Viðurkenningin var hluti af verðlaunahátíð- inni SÖGUM sem fram fór í fyrsta sinn um helgina og var haldin í Eldborg Hörpu. Um 2.000 börn á aldrinum 6-12 ára kusu það besta á sviði tónlistar, bókmennta, sjónvarps og leikhúss, auk þess sem skapandi börn voru verðlaunuð. Amma best eftir Gunnar Helgason hlaut Bókaverðlaun barnanna sem besta frumsamda bókin og Dagbók Kidda klaufa – furðulegt ferðalag eftir Jeff Kinney í þýðingu Helga Jónssonar var kosin besta þýdda bókin. Í flokki tónlistar var „B.O.B.A.“ með JóaPé og Króla valið lag ársins en Daði Freyr og Gagnamagnið sigruðu í flokknum Tónlistarflytjandi ársins. Blái hnötturinn var valinn besta leiksýningin og börnin á Bláa hnettinum voru kosin bestu leikarar og leikkonur ársins. Skólahreysti var kosin barnasjónvarpsþáttur ársins, Fjörskyldan hlaut verðlaun sem fjölskyldusjónvarpsþáttur ársins og loks var sjónvarpsþáttaröðin Loforð valin besta leikna efnið í sjónvarpi eða kvikmyndum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar