Dekkjaverkstæði

Kristinn Magnúsosn

Dekkjaverkstæði

Kaupa Í körfu

Mikið annríki hefur verið á dekkjaverkstæðum síðustu daga enda er orðið tímabært fyrir bílstjóra að láta skipta yfir á sumardekkin. Lögum samkvæmt eiga allir bílar að vera komnir af vetrardekkjunum 15. apríl en jafnan er veittur nokkurra daga frestur til að skipta yfir. Það getur til dæmis átt við úti á landi, en þar getur verið allra veðra von langt fram á vorið – og stundum hreinlega vetrarfæri eins og verið hefur austur á landi síðustu daga. Hinn 1. maí tekur gildi ný reglugerð og samkvæmt henni hækka sektir fyrir umferðarlagabrot verulega. Í dag þurfa ökumenn bíla sem eru á nagladekkjum að sumri að greiða 5.000 krónur í sekt fyrir hvern hjólbarða, en frá mánaðamótunum verður upphæð þessi 20.000 krónur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar