Bruni perlan
Kaupa Í körfu
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á þriðja tímanum í gær eftir að eldur kviknaði í klæðningu á hitaveitutanki við Perluna. Slökkviliðsmenn áttu í erfiðleikum með að komast að eldinum vegna járnklæðningar og af þeim sökum var óskað eftir frekari mannskap. Birgir Finnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að vel hafi gengið að rýma húsið og enginn hafi slasast. Það tók hins vegar slökkvilið- ið töluverðan tíma að komast að eldinum því hann var ekki sjáanlegur. Eldsupptök eru talin vera af völdum iðnaðarmanna sem voru að störfum í hitaveitutankinum. Töluverður reykur barst úr klæðningunni og undan útsýnispalli Perlunnar þegar blaðamaður Morgunblaðsis kom á vettvang. Fjölmennt lið slökkviliðsmanna barðist við eldinn á mörgum vígstöðvum og voru menn ofan á tankinum, fyrir utan og innan. Áhersla var lögð á að berjast við eldinn innan frá til að forðast að hann dreifði sér frekar inn í Perluna. Slökkviliðið var með fjórar hitamyndavélar sér til aðstoðar til að sjá betur hvar eldurinn logaði þ. á m. hitamyndavél á dróna sérsveitarinnar. Að sögn Birgis varð töluvert tjón á Perlunni, ekki síst vegna vatnsskemmda.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir