Tilnemdir til Mæstjörnunar
Kaupa Í körfu
Tilnefningar til Maístjörnunnar voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi í gær. Tilnefnd eru, í stafrófsröð: Bergþóra Snæbjörnsdóttir fyrir Flórída; Elísabet Kristín Jökulsdóttir fyrir Dauðinn í veiðarfæraskúrnum; Eydís Blöndal fyrir Án tillits; Jónas Reynir Gunnarsson fyrir Stór olíuskip og Kristín Ómarsdóttir fyrir Kóngulær í sýningargluggum. Tilnefndar bækur eru allar til sýnis í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar. Gjaldgengar voru allar útgefnar íslenskar ljóðabækur ársins 2017 sem skilað var til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og fékk dómnefnd þær til umfjöllunar. Dómnefnd skipa Magnea J. Matthíasdóttir fyrir hönd Rithöfundasambandsins og Rannver H. Hannesson fyrir hönd Landsbókasafnsins. Maístjarnan, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, verður veitt í annað sinn í Þjóðarbókhlöðunni 18. maí, á degi ljóðsins. Verðlaunafé er 350 þús. kr. Maístjarnan er einu verðlaun á Íslandi sem veitt eru eingöngu fyrir útgefna íslenska ljóðabók. Verðlaununum er ætlað að hvetja skáld til að yrkja og koma ljóðum sínum í útgáfu.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir