Miðflokkurinn kynnir helstu stefnumál sín fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Kristinn Magnúsosn

Miðflokkurinn kynnir helstu stefnumál sín fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Kaupa Í körfu

Margfalda á húsnæði fyrir fjölskyldur og ungt fólk í úthverfum borgarinnar og skipuleggja nýtt svæði fyrir þjóðarsjúkrahús að Keldum. Þetta er meðal þess sem Mið- flokkurinn hyggst beita sér fyrir í Reykjavík á komandi kjörtímabili, en helstu stefnumál flokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í næsta mánuði voru kynnt í gær. „Við ætlum að forgangsraða fjármunum borgarinnar til grunnþjónustu og stefnumál okkar eru að fullu fjármögnuð,“ segir Vigdís Hauksdóttir, oddviti listans. Af öðrum stefnumálum má nefna að Miðflokkurinn vill að boðið verði upp á ókeypis mat í grunnskólum borgarinnar, fjölga kennslustundum í verk-, tækni-, og listgreinum á sama skólastigi og stórefla starfsemi Vinnuskóla Reykjavíkur. Einnig að tvöfalda upphæð Frístundakortsins, það er í 100 þúsund krónur. Þá eru samgöngumál ofarlega á baugi hjá Miðflokknum sem vill standa vörð um að flugvöllurinn verði áfram í höfuðborginni, bæta gatnakerfið og stytta ferðatímann fyrir fjölskyldubílinn og bjóða öllum Reykvíkingum upp á gjaldfrjálsan strætó. „Við ætlum að uppskera ríkulega og fá 4-6 borgarfulltrúa,“ segir Vigdís Hauksdóttir. „Við hyggjumst skilgreina lögbundið hlutverk borgarinnar, setja á ráðningarstopp og minnka kerfið. Eftir tvö ár ættum við svo að geta lækkað útsvarið sem Reykvíkingar greiða en í dag er það í hámarki

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar