Ísafjörður og Nágrenni - Ísafjörður

Ísafjörður og Nágrenni - Ísafjörður

Kaupa Í körfu

Bolvíkingurinn Kristín Helga Hagbarðsdóttir og Ísfirðingurinn Hákon Ernir Hrafnsson frá Ísafirði eru í forsvari fyrir nemendafélag Menntaskólans á Ísafirði, gjaldkeri og formað- ur. Þau eru sammála um að fyrirhugað laxeldi í Ísafjarðardjúpi sé mikilvægasta hagsmunamál sveitarfélaga sinna. „Það er langmikilvægasta málið,“ segir Hákon Ernir. „Það skapast svo mikil atvinna í kringum þetta,“ segir hann og bætir við að lengi hafi það verið hugsunin á Ísafirði að ekki þyrfti að stækka skólana né bæta innviði samfélagsins, þar sem búist hafi verið við því að fólki myndi fækka. Fiskeldið sé forsenda þess að hægt sé að horfa til framtíðar með það í huga að bærinn sé að fara að stækka. Kristín Helga nefnir að sálfræðiþjónustu sé verulega ábótavant á svæðinu og Hákon samsinnir því. „Nú er enginn sálfræðingur hér, ég á vinkonu sem þarf á sálfræðiþjónustu að halda og hún þarf að borga 16 þúsund fyrir hvern tíma og þá þarf sálfræðingur að koma að sunnan,“ segir Kristín Helga. „Þetta eru samt kannski ekki vandamál sem snerta endilega sveitarstjórnarkosningarnar, en þetta er eitthvað sem bærinn þarf að berjast fyrir og þeir sem eru að leiða bæinn þurfa að vera sýnilegir í umræðunni,“ segir Hákon Ernir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar