Sara Barsotti, Matteo Meucci og fjölskylda

Haraldur Jónasson/Hari

Sara Barsotti, Matteo Meucci og fjölskylda

Kaupa Í körfu

Sara Barsotti og Matteo Meucci og börnin þeirra þrjú, Riccardo, Ederu og Bruno og amma barnanna Í klassísku steinhúsi með grænu þaki í Gerðunum er alltaf líf og fjör en þar býr ítalska Barsotti/Meuccifjölskyldan; Sara Barsotti, Matteo Meucci og börnin þeirra Riccardo 11 ára, Edera níu ára og Bruno sjö ára. Edera er svolítið hissa á komu blaðakonunnar og forvitnast um erindi hennar. Mamma hennar útskýrir fyrir barninu til hvers hún sé komin og hvað sé að fara að gerast. Það dugar og Edera stekkur út til bræðra sinna sem, af hljóðunum úr garðinum að dæma, eru að hoppa á trampólíni og leika sér með bolta enda sumarið komið og engin ástæða til að vera inni. Það er spenningur í fjölskyldunni, amma er í heimsókn frá Ítalíu og fjölskyldan er að undirbúa ferðalag á Snæfellsnes og ætlar að gista í Grundarfirði. Við sitjum við stofuborðið og blaðakona ber upp fyrstu spurninguna, sem hlýtur að vera þessi: „Af hverju í ósköpunum fluttuð þið til Íslands?“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar