Birgit Rós Becker
Kaupa Í körfu
Birgit Rós Becker „Þetta stressar mig frekar mikið enda býður heimaþjónustan upp á svo margt sem ég kann ekki,“ segir Birgit Rós Becker, sem á von á sínu fyrsta barni á næstu dögum. 95 ljósmæður í heimaþjónustu við sængurkonur lögðu niður störf á mánudag og munu ekki taka til starfa aftur fyrr en nýr samningur verður undirritaður við Sjúkratryggingar Íslands. Velferðarráðuneytið fól Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn þeirra þar til samningur næst. Til að mæta því hefur verið reynt að lengja legu sængurkvenna, sérstaklega frumbyrja og þeirra sem þurfa á því að halda. Aðrar nýbakaðir foreldrar eru sendir heim með hvítvoðunga sína án heimaþjónustu. Ef þeir þurfa aðstoð geta þeir haft samband við ungbarnavernd heilsugæslunnar. Settur dagur hjá Birgit var á þriðjudaginn. „Maður hálfpartinn krossleggur fætur og vonar að barnið verði í rónni næstu daga á meðan leyst er úr þessu,“ segir Birgit kankvís. „Þetta ástand með heimahjúkrunina stressar mig en ég reyni að líta á björtu hliðarnar og vonast til að þetta reddist. Ég er alveg reynslulaus og veit ekki allt sem þær sem eru að eignast sitt annað eða þriðja barn vita, eins og með brjóstagjöfina og að baða barnið.“
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir