Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir

ValgardurGislason

Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir

Kaupa Í körfu

Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir Hafnarborg sýning Mikil gróska einkennir málaralistina á Íslandi og fjölmargir ungir listamenn vinna með málverk í víðum skilningi hugtaksins í dag. Á sýningunni Margoft við sjáum og margoft við sjáum aftur má sjá innsetningu Jóhönnu Kristbjargar Sigurðardóttur sem samanstendur af skúlptúrum, vídeó- verkum og abstraktmálverkum þar sem samspilið milli verkanna er í forgrunni. Stór himinblár renningur mætir áhorfandanum í miðjum að- alsal Hafnarborgar, á honum stendur stór viðarskúlptúr sem kallast á við form í málverkum á veggjum sem eru sum hver hefðbundin olíumálverk á striga, önnur lágmyndir á vegg eða máluð beint á veggi sýningarrýmisins. Verkin mynda innsetningu sem tengist texta í ljóðabók sem Jóhanna gaf út á síðasta ári og titill sýningarinnar er sóttur til. Jóhanna býr og starfar í Belgíu það- an sem hún lauk framhaldsnámi í myndlist. Á sýningunni gefur að líta bæði ný og eldri verk en síðasta einkasýning hennar á Íslandi var í Listasafni ASÍ árið 2015. Hún átti einnig verk á samsýningunni Ný- málað sama ár og á sýningunni Plan-B í Borgarnesi á síðastliðnu ári.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar